Innlent

Fyrirhugaðar framkvæmdir umfangsmeiri en þær yfirstandandi

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Í hálffimm fréttum KB banka kemur fram að allt bendi til þess að álversframkvæmdir muni áfram knýja hagvöxt á næstu árum og gengi krónunnar haldist því hærri en ella. Þá sé efnahagslegt umfang fyrirhugaðra álversframkvæmda eftir árið 2008 að öllum líkindum meiri en af yfirstandandi byggingu Fjarðaráls og stækkunar Norðuráls.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum sé gert ráð fyrir þremur nýjum álversframkvæmdum eftir að yfirstandandi framkvæmdum lýkur árið 2008, þ.e. stækkun álversins í Straumsvík, byggingu álvers í Helguvík og á Norðurlandi. Í hálffimm fréttum kemur fram að Ísland verði álrisi með um rúm 6% heimsframleiðslunnar ef af framkvæmdunum verði auk þess sem þær breyti öllum forsendum varðandi stýrivexti, gengisþróun krónunnar og innlenda eftirspurn á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×