Erlent

30 látast í lestarslysi í Svartfjallalandi

Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær. MYND/AP

Að minnsta kosti þrjátíu manns létust og yfir 150 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Talið er að lestin hafi farið út af sporinu þegar bremsur hennar biluðu og valt hún þrjátíu metra ofan í gil með fyrrgreindum afleiðingum. Lestin var á leið frá þorpinu Bijelo Poje í norðurhluta landsins til Podgorica.Um þrjú hundruð manns voru um borð. Þjóðarsorg ríkir nú í Svartfjallalandi en að sögn innanríkisráðherra landsins er þetta mannskæðasta slysið í landinu í áraraðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×