Innlent

Fljúgandi vandamál í roki

Fimm trampólín tókust á loft á Selfossi í gær og skemmdu tvo bíla. Lögreglan brýnir fyrir fólki að binda þau niður og bendir á að eigendur séu ábyrgir fyrir skemmdum sem lausamunir þeirra valda.

Fljúgandi trampolín voru tilkynnt til lögreglu á Akureyri og Selfossi í gær. Á Selfossi tókust fimm trampólín á loft og náði eitt þeirra að skemma tvo bíla þegar það flaug yfir bíl og rispaði þakið, fór síðan í gegnum framrúðuna á næsta bíl og dældaði húdd og bretti. Þegar þetta gerðist fór vindur mest upp í 17-18 metra á sekúndu, kraftmikið haustveður en ekkert einsdæmi.

Öll trampólínin sem flugu yfir Selfoss í gær höfðu staðið ófest í görðum að sögn Lögreglunnar í Árnessýslu en aðrir lausamunir flugu ekki. Ef vindur kemst undir trampólín þá virka þau eins og stórsegl og geta verið stórhættuleg. Lögreglan brýnir fyrir fólki að festa lausamuni nú þegar veður fara að gerast válynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×