Innlent

Handritin heim frá Svíþjóð?

Ákvörðun sænska þjóðfræðisafnsins um að skila indíanaflokki merkum forngrip, vekur upp spurningu sem snertir Íslendinga. Í sænskum söfnum eru nefnilega varðveitt einhver merkustu handrit sem rituð voru á Íslandi í fornöld, meðal annars skinnhandrit af Snorra-Eddu frá því um þrettánhundruð og handrit af Konungasögum. Sænskt safn skilaði í vikunni 130 ára gamalli súlu, sem tekin hafði verið frá indíanaflokki. Þótt Íslendingar hafi endurheimt hluta af handritum sínum frá Dönum gildir annað um Svía. Staðan gagnvart Svíum sé ólík þeirri sem var gagnvart Dönum þar sem Íslendingar hefðu byggt kröfu sína á því að þeir hefðu verið undir sama konungi og þegar sambandinu hefði verið slitið hefði verið eðlilegt að handritin færu heim.

Vésteinn Ólason, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að Svíar eigi ótvírætt löglegt tilkall til handritanna og telur hæpið að Íslendingar fari fram með kröfugerð á hendur Svíum, fremur mætti reyna óformleg tilmæli.

Vésteinn Ólason, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að Svíar eigi ótvírætt löglegt tilkall til handritanna og




Fleiri fréttir

Sjá meira


×