Innlent

Glitnir hækkar vexti á húsnæðislánum

Glitnir, áður Íslandsbanki, hefur ákveðið að hækka vexti sína á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,13%. Breytingin hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem þegar hafa tekið húsnæðislán hjá Glitni. Vextir nýrra lána hækka úr 4,35% í 4,48%. KB-banki tilkynnti um hækkun á vöxtum á húsnæðislánum sínum í gær. En vextir lánanna hjá KB-banka eru nú 4,3% en voru áður 4,15%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×