Innlent

Fyrstu skref í átt að útgáfu fríblaðs í Danmörku

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar.
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar.

Dagbrún hefur tekið fyrstu skrefin í átt að stofnun fríblaðs í líkingu við Fréttablaðið í Danmörku með stofnun 365 Media Scandinavia þar í landi. Dagsbrún hefur áður lýst yfir að það hefði uppi áform um útrás á erlenda markaði með áherslu á Norðurlönd og Bretland.

365 Media Scandinavia er ætlað að taka yfir þá vinnu sem lögð hefur verið í undirbúning að stofnun nýs dagblaðs í Danmörku. Í tilkynningu segir að næstu skref verði að ráða stjórnendur til félagsins og verður það gert á næstu dögum. Auk þessa mun nýja félagið vinn að stofnun fyrirtækis utan um dreifikerfi hins nýja blaðs.

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir vinnu við útgáfu nýs blaðs það langt komna að rétt sé að áframhaldið verði innan sérstaks félags í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×