Innlent

Hrokafullur stjórnunarstíll

Valur Ingimundarson, sérfræðingur í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, segir það koma sér á óvart hve mild viðbrögð íslenskra stjórnvalda séu við ákvörðun Bandaríkjamanna að draga stórlega úr umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Hann segir Bandaríkjamenn beita hrokafullum stjórnunarstíl og tilkynningu þeirra í gær undarlega í ljósi þess að viðræður um varnarsamstarfið standi nú yfir. Svo virðist sem búið hafi verið að taka ákvörðun um hver niðurstaða viðræðnanna yrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×