Innlent

Bónus fær Neytendarverðlaunin í ár

Mynd/Vísir

Bónus fékk í dag afhent Neytendaverðlaun Neyendasamtakanna og Bylgjunnar árið 2006. Bónus er fyrirtæki ársins að mati neytenda en verðlaunin voru afhend á Hótel Centrum í dag. Þá fengu Atlantsolía og Iceland Express hvatningarverðaun neytenda.

Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en það er útvarpsstöðin Bylgjan og Neytendasamtökin sem standa að verðlaununum. Valið fór fram með netkosningu á heimasíðum hinna ýmsu netfyrirtækja en þar áttu neytendur að tilnefna þau fyrirtæki sem þeir telja hafa skarað framúr til hagsbóta fyrir neytendur. Alls tók 7000 manns þátt í valinu og miðað við þátttöku má gera ráð fyrir að Neytendaverðlaunin verði hér eftir árlegur viðburður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×