Innlent

Starfsfólk bíður þess að fá að fara í vinnu á ný

Slökkviliðsmaður að störfum í brunanum á Breiðdalsvík.
Slökkviliðsmaður að störfum í brunanum á Breiðdalsvík. Mynd/Vilhelm

Starfsfólk frystihússins Fossvíkur á Breiðdalsvík fundaði á öðrum tímanum í dag um stöðu mála og framtíð frystihússins. Allt starfsfólk frystihússins mætti á fundinn.

Ríkharður Jónasson, framkvæmdarstjóri Fossvíkur, segir að stefnt sé á að hefja vinnslu í frystihúsinu eins fljótt og hægt er. Hann segir ekki enn ljóst hvenær má reykræsta húsið og hreinsa til eftir brunann en það skýrist væntanlega fljótlega. Hann segir að fyrst verði farið í að þrífa vinnslusalinn svo hægt sé að hefja vinnu þar. Alls vinna um 20 manns í frystihúsinu sjálfu en með áhöfn á bátum vinna á milli 30 og 35 manns í frystihúsinu. Ríkharður segir ekki enn ljóst hvort tryggingar beri skaðann af öllu tjóninu en hann telur að frystihúið hafi verið full tryggt. Hann segir að laun starfsfólks muni ekki skerðast vegna þessa. Bruninn er mikið áfall fyrir bæjarlífið á Breiðdalsvík en Ríkharður segir að þar búi duglegt og kjarkmikið fólk sem bíði þess að fá að snúa aftur til vinnu og vonandi verði það sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×