Innlent

Forseti Íslands vottar ekkju Meri samúð sína

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sent frú Helle Meri og forseta Eistlands, Arnold Rüütel, samúðarkveðjur vegna andláts Lennart meri, fyrrverandi forseta Eistlands.

Í kveðjunni áréttar forseti Íslands að Lennart Meri hafi verið einlægur hugsjónamaður sem hafi átt ríka hlutdeild í lýðræðisbyltingunni sem einkenndi þróun Evrópu í lok 20. aldar. Hann hafi skipað sér í forystusveit í álfunni.

Forseti Íslands minnist heimsóknar sinnar til Eistlands árið 1998 þegar Lennart Meri var forseti og einnig heimsókn eistnesku forsetahjónanna til Íslands 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×