Arsenal hreppti fjórða sætið 7. maí 2006 16:05 Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til að fagna í kveðjuleiknum á Highbury í dag. Þeir leika á nýjum 60.000 manna leikvangi á næsta tímabili, Emerates Stadium. Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15 Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Sjá meira
Arsenal notfærði sér ófarir Tottenham og landaði fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 4-2 sigri á Wigan í lokaumferð deildarinnar sem var að ljúka. Á sama tíma tapaði Tottenham fyrir West Ham, 2-1 en Tottenham var í fjórða sæti fyrir leiki dagsins. Þar með missti Tottenham af tækifærinu til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Manchester United hafnaði í 2. sæti deildarinnar með því að valta yfir Charlton 4-0 en einu stigi á eftir í þriðja sæti kemur Liverpool sem vann 1-3 útisigur á Portsmouth. Thierry Henry var að vanda hetja Arsenal en hann skoraði þrennu fyrir sína menn í síðasta leik liðsins á Highbury sem félagið kveður nú og leikur á nýjum og stærri leikvangi á næsta tímabili. Það verður eflaust einhver eftirmáli af gangi mála í dag en í morgun veiktust 7 af leikmönnum Tottenhan af matareitrun og vildu fá leik sínum gegn West Ham frestað. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar þvertóku fyrir að fresta leiknum og Tottenham þarf að láta sér lynda að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham sem lagði Middlesborough 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Heiðar kom inn á af varamannabekknum á 56. mínútu fyrir Collins John. Newcastle lagði meistara Chelsea 1-0 með marki frá Titus Bramble. Liverpool vann 1-3 útisigur á Portsmouth þar sem Robbie Fowler, Peter Crouch og Djibril Cisse skoruðu mörkin. Louis Saha, Christiano Ronaldo og Kieran Richardson skoruðu mörk Man Utd í 4-0 sigrinum á Charlton en eitt markanna var sjálfsmark. Önnur úrslit urðu eftirfarandi; Aston Villa-Sunderland 2-1 Bolton Birmingham 1-0 Everton-West Brom 2-2 Blackburn-Man City 2-0 Tottenham og Blackburn leika í Evrópukeppni félagsliða auk West Ham sem þrátt fyrir að lenda í 9. sætil deildarinnar öðlast rétt til að leika í UEFA Cup þar sem liðið leikur til úrslita við Liverpool í bikarkeppninni en Liverpool hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti og hefur ekki þörf fyrir UEFA Cup sæti. Lokastaðan 1 Chelsea 91 2 Man Utd 83 3 Liverpool 82 4 Arsenal 67 5 Tottenham 65 6 Blackburn 63 7 Newcastle 58 8 Bolton 56 9 West Ham 55 10 Wigan 51 11 Everton 50 12 Fulham 48 13 Charlton 47 14 M.brough 45 15 Man City 43 16 Aston Villa 42 17 Portsmouth 38 18 Birmingham 34 19 West Brom 30 20 Sunderland 15
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Sjá meira