Erlent

Leitað að tengslum hryðjuverkamanna við Bandaríkin

Viðbúnaður er enn á hæsta stigi á flugvöllum í Bandaríkjunum.
Viðbúnaður er enn á hæsta stigi á flugvöllum í Bandaríkjunum. MYND/AP

Bandarískir leyniþjónustumenn eru nú að fara yfir bresk njósnagögn til að athuga hvort Bretarnir sem hugðu á hryðjuverk höfðu einhver tengsl í Bandaríkjunum. Engar vísbendingar hafa þó enn fundist um að svo sé.

Bandarískir leyniþjónustumenn hafa enn áhyggjur af því að ekki hafi allir náðst úr hópi þeirra sem skipulögðu hryðjuverk í flugvélum, þó að 24 hafi verið handteknir í Bretlandi. Hafa þeir einnig áhyggjur af því að þeir sem eftir séu úr hópnum gætu haft varaplan og séu því ekki af baki dottnir og ekki hægt að útiloka hryðjuverk. Innanríkisráðherra Bretlands, John Reid, sagðist hins vegar fullviss um að allir væru nú á bak við lás og slá en þó er viðbúnaður í Bretlandi enn á hæsta varúðarstigi.

Gæsluvarðhaldsúrskurður fékkst framlengdur fram á miðvikudag yfir tuttugu og tveimur af þeim tuttugu og fjórum sem handteknir voru í Bretlandi í vikunni vegna fyrirætlana um hryðjuverk í flugvélum. Einum hinna handteknu hefur þegar verið sleppt en hinir sæta áframhaldandi yfirheyrslum breskrar rannsóknarlögreglu í hryðjuverkadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×