Innlent

Styttist í prófkjör Samfylkingarinnar í Kópavogi

Kópavogur
Kópavogur MYND/GVA

Prófkjör Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar fer fram á laugardaginn kemur. Oddviti flokksins í bæjarstjórn Kópavogs sækjist eftir fjórða sætinu en Samfylkingin hefur nú þrjú sæti í bæjarstjórn.

Tveir sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi en það eru Guðríður Arnardóttir og Jón Júlíusson. Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs síðustu tvö kjörtímabilin, gefur kost á sér í 4 sæti á lista flokksins. Flosi vill með þessu reyna að fjölga fulltrúum Samfylkingarinnar í bæjarstjórn en þeir eru nú þrír. Flosi hefur sagt að hann vilji áfram leiða Samfylkinguna í Kópavogi úr þessu sæti ef hann nær inn í bæjarstjórn. Samfylkingin hefur verið í minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn.

Alls eru tuttugu og einn í framboði það er þrettán karlar og sjö konur. En prófkjörið er aðeins opið fyrir flokksmenn en hægt er að ganga í flokkinn á meðan kjörstaður er opinn á laugardaginn kemur.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er nú öll kvöld fram að prófkjörinu milli 20 og 22. Búist er við því að fyrstu tölur verði birtar korter yfir átta á laugardaginn og stefnt er að því að lokatölur liggji fyrir fyrir klukkan tíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×