Innlent

Framboðslisti VG í Kópavogi

Á félagsfundi Vinstri grænna í Kópavogi í gærkvöldi var framboðslisti hreyfingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor samþykktur. Í prófkjöri sem hreyfingin hélt í nóvember síðast liðnum hlaut Ólafur Þór Gunnarsson flest atkvæði í fyrsta sæti og leiðir því flokkinn í vor. Fyrstu fjögur sætin voru bundin eftir kosninguna og í örðu sæti listans er Guðbjörg Sveinsdóttir, í þriðja Emil Hjrövar Petersen og fjórða sætið skipar Lára Jóna Þorsteinsdóttir.

Sæti listans skipa eftirfarandi:

1 Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir

2 Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur

3 Emil Hjörvar Petersen formaður VG í Kópavogi og háskólanemi

4 Lára Jóna Þorsteinsdóttir sérkennari

5 Mireya Samper myndlistarkona / kvikmyndagerðakona

6 Sindri Kristinsson nemi og stuðningsfulltrúi

7 Guðrún Gunnarsdóttir söngkona

8 Birgir Bragason tónlistarmaður

9 Guðmundur Ingi Kjerulf stjórnmálafræðingur

10 Margrét Pálína Guðmundsdóttir kennari

11 Jónas Þór Guðmundsson sagnfræðinemi

12 Ernst Backman íþróttakennari

13 Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi

14 Ingvar Ingólfsson kennari

15 Ellen Sif Sævarsdóttir nemi

16 Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur

17 Sigmar Þormar fyrirtækjaráðgjafi

18 Erlendur Jónsson efnafræðinemi

19 Hrafnhildur Scheving húsmóðir

20 Þórður Helgason dósent KHÍ

21 Sigurrós Sigurjónsdóttir skrifstofukona

22 Valdimar Lárusson leikari

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×