Innlent

Ekki sá seki

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan í Reykjavík sleppti í gærkvöldi manni um tvítugt, sem handtekinn var í gærdag, grunaður um að hafa framið vopnað rán í afgreiðslu Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi í gær. Maðurinn neitaði sök og í ljós kom að hann mun ekki vera sá seki. Engin annar hefur verið handtekinn vegna málsins og er fréttastofu ekki kunnugt um hvort einhver sérstakur liggur undir grun. Þjófurinn náði 95 þúsund krónum úr peningaskúffu í afgreiðslunni áður en hann hvarf af vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×