Forseti franska liðsins Marseille segir félagið hafa augastað á fjölda leikmanna sem styrkt gætu hópinn fyrir komandi leiktíð og segir varnarjaxlinn Sol Campbell hjá Arsenal í þeim hópi. Campbell hefur gefið það út að hann vilji spila á meginlandinu á næstunni.
"Við höfum áhuga á mörgum leikmönnum og Campbell er einn þeirra. Allir vita hvað hann hefur upp á að bjóða sem leikmaður, en ég er hræddur um að nokkuð margt þurfi að ganga upp svo við getum landað samningi við hann," sagði forseti Marseille, Pape Diouf.