Innlent

Styrkir til Vestfjarða frá Ferðamálastofu

Mynd/Brynja Gauti

Ferðamálastofa skrifaði í gær undir samning vegna verkefna í uppbyggingu og úrbótum á ferðamannastöðum á Vestfjörðum. Samningar voru gerðir við klasafyrirtækið Sjávarþorpið Suðureyri ehf og Ísafjarðarbæ. Klasafyrirtækið Sjávarþorpið Suðureyri ehf fékk 2 milljónir í styrk til uppbyggingar á upplýsingamiðlunartorgi. Ísafjarðarbær fékk 2,2 milljónir í styrk til úrbóta á aðstöðu fyrir ferðafólk á Hornströndum.

Árlega úthlutar Ferðamálastofa 500 milljónir króna í styrki. Styrkir sem þessir eru til að ýta undir markvissa uppbyggingu í ferðaþjónustu. Hugmyndafræði verkefnanna og uppbyggingunnar er í anda sjálfbærrar þróunar þar sem þau fræða fólk um náttúru og menningu sem gerir almennan ferðamann meðvitaðan um umhverfi sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×