Innlent

Viðræður hefjast í dag

Viðræður um kjör ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra hefjast síðdegis í dag.

Starfsmennirnir hafa tvisvar gripið til setuverkfalla á undanförnum vikum vegna óánægju með kjör sín en þeir krefjast þess að fá sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkurborg, eða um 25 til 30 þúsund króna hækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×