Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United er nú á leið til annars sérfræðings á stuttum tíma vegna móðukenndrar sjónar. Scholes fékk högg á höfuðið í leik gegn Birmingham rétt fyrir áramótin og uppskar slæma sjón í kjölfarið, en að átti að lagast á nokkrum dögum.
"Við vitum í raun ekkert hvað er að honum í dag, en við höfum ákveðið að senda hann til annars sérfræðings til að meta stöðuna. Sá er talinn einn mesti sérfræðingur heimsins á þessu sviði. Okkur var sagt að sjón hans mundi lagast fljótlega, en annað hefur komið á daginn. Það sem mestu máli skiptir er að ekkert bendir til þess að þetta sé alvarlegt," sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United.