Innlent

Tildrög slyssins rannsökuð í dag

Björgunarmenn á vettvangi í gær.
Björgunarmenn á vettvangi í gær.

Rannsóknanefnd bílslysa er væntanleg til Ísafjarðar í dag til að rannsaka tildrög banaslyss, sem varð á Óshlíðarvegi á milli Ísafjarðar og Hnífsdals síðdegis í gær, þegar ung kona missti stjórn á bíl sínum í flug hálku með þeim afleiðingum að bíllinn hafanði ofan í sjó.

Lögreglu- og björgunarmenn lögðu sig í hættu, við mjög erfið skilyrði, við að koma konunni til hjálpar, en hún var úrskurðuð látin þegar komið var með hana á sjúkrahúsið á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×