Innlent

Flugfélag Íslands til Eyja?

Fokker flugvél Flugfélags Íslands.
Fokker flugvél Flugfélags Íslands.

Vegagerðin á í samningaviðræðum við Flugfélag Íslands um að það taki að sér ríkisstyrkt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Landsflug hætti áætlunarflugi á leiðinni nýverið.

Flugfélag Íslands sinnti flugleiðinni um árabil, eða þar til fyrir fimm árum þegar taprekstur varð til að því var hætt. Meginorsakir tapsins voru taldar samkeppni frá ríkisstyrktum ferjusiglingum milli lands og Eyja.

Flugleiðin verður boðin ut á Evrópska efnahagssvæðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×