Innlent

Þrír slasast í Bláfjöllum í kvöld

Bláfjöll
MYND/Valgarður Gíslason

Laust fyrir klukkan 21 í kvöld barst lögreglu í Kópavogi tilkynning um slys í Bláfjöllum er þar lentu tvær stúlkur í samstuði þegar þær voru að renna sér á skíðum. Voru þær fluttar á Landspítala Háskólasjúkrahús til aðhlynningar. Á sama tíma var tilkynnt um annað slys í Bláfjöllum þar sem stúlka á 14 ára féll á snjóbretti. Talið er að hún hafi fótbrotnað og var hún einnig flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi er engin stúlknanna alvarlega slösuð.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×