Innlent

Þrír skjálftar á Reykjaneshrygg

Skjálftavirkni á Reykjaneshrygg sl. nótt
MYND/Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti að stærð 4.5 varð sl. nótt kl. 01:57 með upptök á Reykjaneshrygg, eða um 90 km suðvestur af Reykjanesi.

Tveir minni skjálftar mældust einnig á sömu slóðum í gærkvöld kl. 22:46, stærð 2.5, og kl. 01:31, stærð 3.3.

Jarðskjálftar eru algengir á Reykjaneshryggnum.

Ofangreint er úr tilkynningu frá Veðurstofunni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×