Innlent

Fékk nærri fjórar milljónir til sjóntækjakaupa

Átta ára drengur sem fæddist með gallaða augasteina og önnur börn í svipaðri stöðu sjá fram á betri tíma. Sjónstöð Íslands fékk í dag stjórgjöf til tækjakaupa eftir umfjöllun drenginn í fréttaskýringaþættinum Kompás.

Árið 1997 fengu áhorfendur Stöðvar 2 að fylgjast með því þegar Jón Óttarsson þá þriggja mánaða sá í fyrsta skipti. Hann fæddist blindur og voru augasteinarnir teknir úr honum og fékk hann efti aðgerðina gleraugu sem þjóna hlutverki þeirra. Í fréttaskýringaþættinum Kompás fyrir nokkru var saga drengsins sögð og í kjölfarið ákvað Vís að gefa Sjónstöð Íslands nærri fjórar milljónir til tækjakaupa svo hægt verði að gera linsur fyrir börn eins og Jón, en án þeirra er geta til þátttaku í íþróttum og hreyfingu mjög takmörkuð.

Börn á hinum Norðurlöndum hafa fengið linsur mjög ung um langt skeið en ekki hér vegna fjárskorts en nú eru horfurnar betri.

Jón fékk fjórtándu gleraugun sín í dag og er kominn í strykleikann plús fjórtán en hann byrjaði í plús 24. Næst fær hann linsur og bíður spenntur eftir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×