Innlent

Icelandair styrkir Listahátíð Reykjavíkur

Mynd/E.Ól

Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í gær 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. Listahátíð í Reykjavík var sett á fót árið 1970, og þá meðal annars í samstarfi við flugfélagið Loftleiðir sem þá var og hét, sem seinna varð Flugleiðir og í dag heitir Icelandair. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg af stærstu, sem og minna þekktum, nöfnum listaheimsins nýtt sér „loftbrúna" til að gleðja landsmenn á Listahátíð, þar á meðal Led Zeppelin, Luciano Pavarotti og David Bowie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×