Erlent

Bannað að áreita homma

Færeyjar Nú er bannað að hæða samkynhneigða í Færeyjum.
Færeyjar Nú er bannað að hæða samkynhneigða í Færeyjum.

Færeyska þingið samþykkti í gær með sautján atkvæðum gegn þrettán að gera það ólöglegt að hæða eða niðurlægja samkynhneigða á grundvelli kynhneigðar þeirra, að því er fram kemur í frétt Politiken.

„Stór hluti Færeyinga hefur áratugum saman haldið að mannréttindi gangi gegn kristni. Með þessari ákvörðun eru í fyrsta sinn í færeyskri sögu send svo sterk skilaboð um að við viljum umburðarlynt samfélag,“ sagði Finnur Helmsdal, einn þeirra þingmanna sem lögðu frumvarpið til.

Færeyjar voru síðasti staðurinn í Norður-Evrópu þar sem ekki var bannað með lögum að áreita samkynhneigða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.