Erlent

Bannað að áreita homma

Færeyjar Nú er bannað að hæða samkynhneigða í Færeyjum.
Færeyjar Nú er bannað að hæða samkynhneigða í Færeyjum.

Færeyska þingið samþykkti í gær með sautján atkvæðum gegn þrettán að gera það ólöglegt að hæða eða niðurlægja samkynhneigða á grundvelli kynhneigðar þeirra, að því er fram kemur í frétt Politiken.

„Stór hluti Færeyinga hefur áratugum saman haldið að mannréttindi gangi gegn kristni. Með þessari ákvörðun eru í fyrsta sinn í færeyskri sögu send svo sterk skilaboð um að við viljum umburðarlynt samfélag,“ sagði Finnur Helmsdal, einn þeirra þingmanna sem lögðu frumvarpið til.

Færeyjar voru síðasti staðurinn í Norður-Evrópu þar sem ekki var bannað með lögum að áreita samkynhneigða.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.