Fyrrum sendiherra á Íslandi bendlaður við hneyksli í Las Vegas 14. nóvember 2006 10:43 Vestur-Íslendingurinn Sig Rogich, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1992 og 1993, hefur dregist inn í hneykslismál sem skekur stjórnmálalíf í Las Vegas. Nýkjörinn ríkisstjóri Nevada er sakaður um kynferðislega árás á gengilbeinu fyrir utan veitingastað í borginni og síðan hafi hann og Rogich reynt að hylma yfir málið. Sigmund "Sig" Rogich, er fæddur á Íslandi árið 1944. Hann rekur eitt stærsta auglýsinga- og markaðsfyrirtæki í Nevada. Hann var einn helsti kosningaráðgjafi George Bush eldri og yngri. Hann var þó látinn fara árið 2000 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði sótt um leyfi fyrir nektardansstað. Rogich var sendiherra hér á landi 1992 og 1993 og kom Bush eldri í heimsókn til forseta Íslands fyrr á þessu ári. Málið sem komið hefur Rogich í kastljós bandarískra fjölmiðla síðustu vikurnar tengist umbjóðanda hans, nýkjörnum ríkisstjóra í Nevada, Jim Gibbons. Sá er sakaður um að hafa veist að þrítugri gengilbeinu utan við veitingastað í Las Vegas tæpum mánuði fyrir kosningar. Gibbons neitar sök. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að Rogich sem er jafnvel sagður hafa reynt að hylma yfir málið. Bandaríska dagblaðið Las Vegas Sun segir lögreglu hafa óskað eftir upplýsingum um símnotkun Gibbons og Rogichs. Ekki er talið útilokað að einhver hafi átt við upptöku úr öryggismyndavél sem týnd var í á aðra viku. Konan kærði frambjóðandann eftir árásina en féll frá kærunni skömmu síðar. Rúmum hálfum mánuði fyrir kosningar blés hún til blaðamannafundar þar sem hún sagði útsendara Gibbons hafa þvingað sig til að falla frá kærunni. Upptökur úr öryggismyndavélinni komu í leitirnar og kæran var aftur lögð fram. Það sem flækir málið er að samkvæmt Las Vegas Sun hefur Rogich unnið sem ráðgjafi fyrir lögreglustjórann og einnig fyrirtækið sem á húsnæðið þar sem árásin er sögð hafa verið gerð. Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Vestur-Íslendingurinn Sig Rogich, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1992 og 1993, hefur dregist inn í hneykslismál sem skekur stjórnmálalíf í Las Vegas. Nýkjörinn ríkisstjóri Nevada er sakaður um kynferðislega árás á gengilbeinu fyrir utan veitingastað í borginni og síðan hafi hann og Rogich reynt að hylma yfir málið. Sigmund "Sig" Rogich, er fæddur á Íslandi árið 1944. Hann rekur eitt stærsta auglýsinga- og markaðsfyrirtæki í Nevada. Hann var einn helsti kosningaráðgjafi George Bush eldri og yngri. Hann var þó látinn fara árið 2000 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði sótt um leyfi fyrir nektardansstað. Rogich var sendiherra hér á landi 1992 og 1993 og kom Bush eldri í heimsókn til forseta Íslands fyrr á þessu ári. Málið sem komið hefur Rogich í kastljós bandarískra fjölmiðla síðustu vikurnar tengist umbjóðanda hans, nýkjörnum ríkisstjóra í Nevada, Jim Gibbons. Sá er sakaður um að hafa veist að þrítugri gengilbeinu utan við veitingastað í Las Vegas tæpum mánuði fyrir kosningar. Gibbons neitar sök. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að Rogich sem er jafnvel sagður hafa reynt að hylma yfir málið. Bandaríska dagblaðið Las Vegas Sun segir lögreglu hafa óskað eftir upplýsingum um símnotkun Gibbons og Rogichs. Ekki er talið útilokað að einhver hafi átt við upptöku úr öryggismyndavél sem týnd var í á aðra viku. Konan kærði frambjóðandann eftir árásina en féll frá kærunni skömmu síðar. Rúmum hálfum mánuði fyrir kosningar blés hún til blaðamannafundar þar sem hún sagði útsendara Gibbons hafa þvingað sig til að falla frá kærunni. Upptökur úr öryggismyndavélinni komu í leitirnar og kæran var aftur lögð fram. Það sem flækir málið er að samkvæmt Las Vegas Sun hefur Rogich unnið sem ráðgjafi fyrir lögreglustjórann og einnig fyrirtækið sem á húsnæðið þar sem árásin er sögð hafa verið gerð.
Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira