Frábær frammistaða Svía 8. október 2006 07:30 Svíar fagna. Hér má sjá sænska landsliðið fagna eftir að það komst yfir gegn Spáni. Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn