Frábær frammistaða Svía 8. október 2006 07:30 Svíar fagna. Hér má sjá sænska landsliðið fagna eftir að það komst yfir gegn Spáni. Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu. Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira