Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld? 28. ágúst 2006 12:15 Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira