Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld? 28. ágúst 2006 12:15 Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum. Íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum.
Íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira