Fótbolti

Wanchope vill spila aftur í Evrópu

Paulo Wanchope, leikmaður Kosta Ríka segir að hann hafi áhuga að spila á ný í Evrópu. Þessi 29 ára gamli leikmaður segist vera hættur að leika með landsliði sínu eftir að það datt út á HM. Hann var leikmaður með Derby, Manchester City og West Ham á Englandi.

 

"Kannski fer ég bara til Manchester aftur. Ég er ungur og hef áhuga á að spila með toppliði. Ég hef ákveðið að hætta með landsliðinu þar sem þetta var svo mikið ferðalag alltaf. Ég vona að ég finni mér lið í Evrópu sem allra fyrst. Ég er samt rólegur og það hlýtur eitthvað að koma á endanum," sagði Wanchope.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×