Englendingar hafa yfir 1-0 gegn Svíum í uppgjöri liðanna um toppsætið í B-riðlinum á HM. Stórkostlegt mark Joe Cole á 34. mínútu skilur liðin að, en enskir hafa verið öllu sterkari það sem af er í þessum stórskemmtilega leik. Þá eru Paravæar yfir 1-0 gegn Trínídad, þar sem Brent Sancho skoraði mark Paragvæ.

