Scolari hættur við 28. apríl 2006 17:45 Atburðarásin í kring um Luiz Scolari og enska landsliðið í knattspyrnu hefur verið sannkallaður farsi undanfarna daga og nú er kominn enn ein ný flétta í málið NordicPhotos/GettyImages Nú rétt í þessu urðu heldur betur straumhvörf í landsliðsþjálfaramálum Englendinga, en fréttavefur BBC greindi fyrir stundu frá því að Luiz Scolari hefði ákveðið að hætta við að halda áfram samningaviðræðum við enska knattspyrnusambandið eftir að hann fékk að kynnast ágangi enskra fjölmiðla í aðeins tvo daga. Scolari var staddur í Þýskalandi í dag og veitti hann viðtal á móðurmáli sínu, þar sem hann á að hafa greint frá þessum óvæntu tíðindum. BBC hefur eftirfarandi eftir Scolari. "Enska knattspyrnusambandið er með þröngan nafnalista manna sem koma til greina í starfið, en nafn mitt er ekki lengur þar á meðal. Ég hef ákveðið að draga mig út úr samningaviðræðum við enska knattspyrnusambandið, því á tveimur dögum hafa blaðamenn náð að ryðja sér leið inn í einkalíf mitt og hafa ekki veitt mér stundarfrið. Það eru 20 blaðamenn fyrir utan heimili mitt þessa stundina og ef það er eitthvað sem fylgir knattspyrnumenningunni á Englandi, er það alls ekki eitthvað sem ég get hugsað mér," sagði Scolari. Enska knattspyrnusambandið hefur ekki fengist til að gefa út yfirlýsingu í málinu, en viðurkennir að Scolari sé hættur við allt saman og ætli að einbeita sér að Portúgal í framtíðinni. Það má því ef til vill segja að breskir fjölmiðlar hafi í raun flæmt Scolari úr starfi áður en hann fékk tíma til að taka við því. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Nú rétt í þessu urðu heldur betur straumhvörf í landsliðsþjálfaramálum Englendinga, en fréttavefur BBC greindi fyrir stundu frá því að Luiz Scolari hefði ákveðið að hætta við að halda áfram samningaviðræðum við enska knattspyrnusambandið eftir að hann fékk að kynnast ágangi enskra fjölmiðla í aðeins tvo daga. Scolari var staddur í Þýskalandi í dag og veitti hann viðtal á móðurmáli sínu, þar sem hann á að hafa greint frá þessum óvæntu tíðindum. BBC hefur eftirfarandi eftir Scolari. "Enska knattspyrnusambandið er með þröngan nafnalista manna sem koma til greina í starfið, en nafn mitt er ekki lengur þar á meðal. Ég hef ákveðið að draga mig út úr samningaviðræðum við enska knattspyrnusambandið, því á tveimur dögum hafa blaðamenn náð að ryðja sér leið inn í einkalíf mitt og hafa ekki veitt mér stundarfrið. Það eru 20 blaðamenn fyrir utan heimili mitt þessa stundina og ef það er eitthvað sem fylgir knattspyrnumenningunni á Englandi, er það alls ekki eitthvað sem ég get hugsað mér," sagði Scolari. Enska knattspyrnusambandið hefur ekki fengist til að gefa út yfirlýsingu í málinu, en viðurkennir að Scolari sé hættur við allt saman og ætli að einbeita sér að Portúgal í framtíðinni. Það má því ef til vill segja að breskir fjölmiðlar hafi í raun flæmt Scolari úr starfi áður en hann fékk tíma til að taka við því.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn