Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 22:54 Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira