Sport

Framtíð Keane hjá Spurs í uppnámi

Robbie Keane, leikmaður hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóranum Martin Jol um þessar mundir. Keane hefur ítrekað tryllst yfir því að vera skipt út af í leikjum liðsins en eftir að það gerðist í leik gegn Birmingham á laugardaginn var Jol nóg boðið. Keane æfir nú með varaliði Tottenham og var auk þess sektaður um 10 þúsund pund. Framtíð hans hjá félaginu er því í uppnámi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×