Jólaverslunin komin á fullt 4. desember 2005 09:15 Jólahundur Það eru rétt tæpar þrjár vikur til jóla og á mörgum heimilum er jólaundirbúningur kominn á fulla ferð. Þökk sé auglýsingaherferðum verslana, jólalögunum í útvarpinu og tilheyrandi stemningu í þjóðfélaginu. Bíða margir landsmenn nú spenntir eftir að opna pakkana sína á aðfangadag. Fréttablaðið fór á stúfana og kannaði hvað mun helst leynast í pökkunum sem eiga eftir að hlaðast upp undir jólatrjánum von bráðar. Útivistar- og íþróttavörur verða í mörgum pökkum enda fylgir oft hátíðinni loforð um að bæta heilsuna, eða samviskubit yfir of miklu áti. Verslanirnar Útilíf og Markið selja útivistarvörur og að sögn starfsmanna er útivistarfatnaður vinsæl jólagjöf. Báðar verslanir selja mikið af skíðum og snjóbrettum og selst jafnt af þessum vörum. Í Útilífi er líka mikið selt af íþróttafatnaði fyrir konur. Í golfbúðinni Nevada Bob eru vinsælar æfingarvörur fyrir þá sem spila gólf. Pútterar, púttmottur, púttholur og golfhanskar að ógleymdum golfkúlunum renna út. Í versluninni Jóa útherja, sem er með mikið úrval af fótboltatreyjum, er vínrauða Arsenaltreyjan mjög vinsæl. Þá bíða margir með óþreyju eftir nýju Meistaradeildartreyjunni frá Liverpool. Þrátt fyrir að hún sé ekki komin í hillurnar er búið að selja fjörutíu stykki af henni. Valdimar Magnússon, eigandi Jóa útherja, segir að sú treyja muni án vafa seljast upp. Ýmis konar raftæki eru alltaf vel þegin af fólki á jólunum. Hver man ekki eftir fótanuddtækinu? Nú eru landsmenn hins vegar ekki óðir í að heitt bullandi vatn flæði um fætur þeirra heldur er það birtan frá plasmatækjunum og LCD-skjáunum sem mun flæða inn á heimilin. Raftækjaverslunin Heimilistæki selur bæði plasmatæki og LCD-skjái og starfsmenn þar segja að salan á þessum vörum sé miklu meiri fyrir jólin nú en í fyrra. "Við búumst við sprengingu í sölu á þessum vörum í desember," sagði einn starfsmaðurinn. Í Raftækjaverslun Íslands er mikil sala á plasmatækjum og bandarískum ísskápum og þar búast menn við að salan verði mjög góð. "Amerísku skáparnir eru að taka yfir," sagði starfsmaður verslunarinnar spurður um sölu á vinsælum raftækjum. Í Hljóðfærahúsinu eru pakkatilboð vinsæl jólagjöf. Pakki með rafmagnsgítar, ól, magnara og kennsluefni er til dæmis nokkuð vinsæl gjöf. Þá vilja margir að börnin sín byrji ung að læra á hljóðfæri og vinsæl gjöf til upprennandi gítarhetja er ódýr rafmagnsgítar. Uppáhaldsdagur margra barna er aðfangadagur. Hvort það er vegna fæðingar Jesú eða allra jólagjafanna sem þau fá skal ósagt látið. Í leikfangaverslunum er hægt að kaupa gjafir handa yngstu kynslóðinni. Starfsmaður í versluninni Einu sinni var, segir að nostalgía sé nokkuð ráðandi í leikfangavali í ár. Til dæmis selst mikið af skopparakringlum, trédúkkuhúsum og riddaraleikföngum. Handa yngstu börnunum eru leikfangatrommur- og píanó vinsæl. Hver vill ekki heyra barn taka einleik á hljóðfærið á rólegu hátíðarkvöldi? Í Hókus Pókus á Laugaveginum er fortíðin líka í aðalhlutverki, en ný tegund af hraunlömpunum góðkunnu hefur vakið lukku meðal viðskiptavina. Einnig eru svokallaðir glimmerlampar vinsælir. Í Leikbæ eru það Fisher Price-vörurnar helst sem seljast og líka ný tegund af dúkku, Newborn dúkka, sem tekur við vinsældum Babyborn dúkkunnar. Harður pakki er alltaf vinsæll hjá krökkunum. Nýjasta bókin um Harry Potter er langvinsælasta bókin í Máli og menningu. Íslensku glæpasögurnar seljast líka vel og þar er Arnaldur Indriðason á toppnum með Vetrarborgina. Þýddar skáldsögur eru farnar að seljast í auknum mæli og njóta töluverðra vinsælda en það þekktist ekki fyrir nokkrum árum. Sem dæmi má nefna að japanskar glæpasögur eru nokkuð vinsælar. Borðspilin seljast ávallt vel fyrir jólin og í ár er það fótboltaspilið Spark sem er vinsælast. Einnig er búist við því að Su Doku borðspilið verði vinsælt, enda má segja að hálfgert Su Doku æði eigi sér stað við morgunverðaborð landsmanna. Geisladiskar rjúka út fyrir jólin og það sem breytist þá miðað við geisladiskasölu á öðrum tímum ársins er að íslenskir tónlistarmenn raða sér í toppsætin, enda duglegir við að gefa út tónlist sína rétt fyrir jólin. Á topp fimm lista Skífunnar eru tveir íslenskir tónlistarmenn sem eru hoknir af reynslu, Björgvin Halldórsson og Helgi Björnsson sem skipa fyrsta og fjórða sætið á listanum. Sálin hans Jóns míns er í öðru sæti, Garðar Cortes í þriðja og Hjálmar í því fimmta. Í BT er Írafár með vinsælasta diskinn og stúlkurnar í Nylon eru í fjórða sæti á eftir Sálinni og Helga Björnssyni. Í DVD myndunum er Harry Potter gríðarlega vinsæll og á topp fimm lista BT eru allar þrjár myndirnar um Harry Potter sem komið hafa í kvikmyndahús. Margir gæludýraeigendur gefa dýrunum sínum gjafir um jólin. Verslunin Dýraríkið selur alls konar varning handa dýrum og fyrir jólin eru þar meðal annars til sölu jólasokkar sem starfsmennirnir hanna og fylla svo af góðgæti fyrir dýrin. Hundaeigendur vilja líka að bestu vinir sínir sofi vel því samkvæmt starfsmönnum Dýraríkisins eru margir sem koma í búðina og kaupa nýja körfu handa hundinum. Innlent Menning Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Það eru rétt tæpar þrjár vikur til jóla og á mörgum heimilum er jólaundirbúningur kominn á fulla ferð. Þökk sé auglýsingaherferðum verslana, jólalögunum í útvarpinu og tilheyrandi stemningu í þjóðfélaginu. Bíða margir landsmenn nú spenntir eftir að opna pakkana sína á aðfangadag. Fréttablaðið fór á stúfana og kannaði hvað mun helst leynast í pökkunum sem eiga eftir að hlaðast upp undir jólatrjánum von bráðar. Útivistar- og íþróttavörur verða í mörgum pökkum enda fylgir oft hátíðinni loforð um að bæta heilsuna, eða samviskubit yfir of miklu áti. Verslanirnar Útilíf og Markið selja útivistarvörur og að sögn starfsmanna er útivistarfatnaður vinsæl jólagjöf. Báðar verslanir selja mikið af skíðum og snjóbrettum og selst jafnt af þessum vörum. Í Útilífi er líka mikið selt af íþróttafatnaði fyrir konur. Í golfbúðinni Nevada Bob eru vinsælar æfingarvörur fyrir þá sem spila gólf. Pútterar, púttmottur, púttholur og golfhanskar að ógleymdum golfkúlunum renna út. Í versluninni Jóa útherja, sem er með mikið úrval af fótboltatreyjum, er vínrauða Arsenaltreyjan mjög vinsæl. Þá bíða margir með óþreyju eftir nýju Meistaradeildartreyjunni frá Liverpool. Þrátt fyrir að hún sé ekki komin í hillurnar er búið að selja fjörutíu stykki af henni. Valdimar Magnússon, eigandi Jóa útherja, segir að sú treyja muni án vafa seljast upp. Ýmis konar raftæki eru alltaf vel þegin af fólki á jólunum. Hver man ekki eftir fótanuddtækinu? Nú eru landsmenn hins vegar ekki óðir í að heitt bullandi vatn flæði um fætur þeirra heldur er það birtan frá plasmatækjunum og LCD-skjáunum sem mun flæða inn á heimilin. Raftækjaverslunin Heimilistæki selur bæði plasmatæki og LCD-skjái og starfsmenn þar segja að salan á þessum vörum sé miklu meiri fyrir jólin nú en í fyrra. "Við búumst við sprengingu í sölu á þessum vörum í desember," sagði einn starfsmaðurinn. Í Raftækjaverslun Íslands er mikil sala á plasmatækjum og bandarískum ísskápum og þar búast menn við að salan verði mjög góð. "Amerísku skáparnir eru að taka yfir," sagði starfsmaður verslunarinnar spurður um sölu á vinsælum raftækjum. Í Hljóðfærahúsinu eru pakkatilboð vinsæl jólagjöf. Pakki með rafmagnsgítar, ól, magnara og kennsluefni er til dæmis nokkuð vinsæl gjöf. Þá vilja margir að börnin sín byrji ung að læra á hljóðfæri og vinsæl gjöf til upprennandi gítarhetja er ódýr rafmagnsgítar. Uppáhaldsdagur margra barna er aðfangadagur. Hvort það er vegna fæðingar Jesú eða allra jólagjafanna sem þau fá skal ósagt látið. Í leikfangaverslunum er hægt að kaupa gjafir handa yngstu kynslóðinni. Starfsmaður í versluninni Einu sinni var, segir að nostalgía sé nokkuð ráðandi í leikfangavali í ár. Til dæmis selst mikið af skopparakringlum, trédúkkuhúsum og riddaraleikföngum. Handa yngstu börnunum eru leikfangatrommur- og píanó vinsæl. Hver vill ekki heyra barn taka einleik á hljóðfærið á rólegu hátíðarkvöldi? Í Hókus Pókus á Laugaveginum er fortíðin líka í aðalhlutverki, en ný tegund af hraunlömpunum góðkunnu hefur vakið lukku meðal viðskiptavina. Einnig eru svokallaðir glimmerlampar vinsælir. Í Leikbæ eru það Fisher Price-vörurnar helst sem seljast og líka ný tegund af dúkku, Newborn dúkka, sem tekur við vinsældum Babyborn dúkkunnar. Harður pakki er alltaf vinsæll hjá krökkunum. Nýjasta bókin um Harry Potter er langvinsælasta bókin í Máli og menningu. Íslensku glæpasögurnar seljast líka vel og þar er Arnaldur Indriðason á toppnum með Vetrarborgina. Þýddar skáldsögur eru farnar að seljast í auknum mæli og njóta töluverðra vinsælda en það þekktist ekki fyrir nokkrum árum. Sem dæmi má nefna að japanskar glæpasögur eru nokkuð vinsælar. Borðspilin seljast ávallt vel fyrir jólin og í ár er það fótboltaspilið Spark sem er vinsælast. Einnig er búist við því að Su Doku borðspilið verði vinsælt, enda má segja að hálfgert Su Doku æði eigi sér stað við morgunverðaborð landsmanna. Geisladiskar rjúka út fyrir jólin og það sem breytist þá miðað við geisladiskasölu á öðrum tímum ársins er að íslenskir tónlistarmenn raða sér í toppsætin, enda duglegir við að gefa út tónlist sína rétt fyrir jólin. Á topp fimm lista Skífunnar eru tveir íslenskir tónlistarmenn sem eru hoknir af reynslu, Björgvin Halldórsson og Helgi Björnsson sem skipa fyrsta og fjórða sætið á listanum. Sálin hans Jóns míns er í öðru sæti, Garðar Cortes í þriðja og Hjálmar í því fimmta. Í BT er Írafár með vinsælasta diskinn og stúlkurnar í Nylon eru í fjórða sæti á eftir Sálinni og Helga Björnssyni. Í DVD myndunum er Harry Potter gríðarlega vinsæll og á topp fimm lista BT eru allar þrjár myndirnar um Harry Potter sem komið hafa í kvikmyndahús. Margir gæludýraeigendur gefa dýrunum sínum gjafir um jólin. Verslunin Dýraríkið selur alls konar varning handa dýrum og fyrir jólin eru þar meðal annars til sölu jólasokkar sem starfsmennirnir hanna og fylla svo af góðgæti fyrir dýrin. Hundaeigendur vilja líka að bestu vinir sínir sofi vel því samkvæmt starfsmönnum Dýraríkisins eru margir sem koma í búðina og kaupa nýja körfu handa hundinum.
Innlent Menning Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira