Sport

Davenport ósátt við Wimbledon

Tennisdrottningin Lindsay Davenport, sem er í efsta sæti heimslistans, sendi forráðamönnum Wimbledon-mótsins tóninn í gær eftir að ákveðið var að fella niður verðlaunafé til kvennakeppninnar. "Það er algjör móðgun ef þetta reynist rétt," sagði Davenport. "Kvennatennis er spennandi. Það er karlatennis en eins og er liggur áhuginn meira okkar megin." Þess má geta að opnu meistaramótin í Bandaríkjunum og Ástralíu gefa jafn verðlaunafé milli karla og kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×