Sport

Ian Rush hættur hjá Chester

Gamla knattspyrnugoðið Ian Rush, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool, sagði upp starfi sínu sem knattspyrnustjóri Chester fyrr í dag. Chester, sem er í ensku 2. deildinni, er í mikilli fallbaráttu og tapaði síðasta leik gegn Shrewsbury á síðasta laugardag. Ástæðan fyrir uppsögninni var sú að Rush hafði samið við tvo sterka leikmenn en stjórn Chester neitaði að gangast við leikmannakaupunum. Þá var Rush nóg boðið og sagði starfi sínu lausu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×