Sport

Beattie til æfinga á ný

James Beattie, leikmaður Everton, má hefja æfingar að nýju í dag þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás er hann fór út á lífið um helgina með kærustu sinni og tveimur vinum sínum eftir sigurleik Everton á Aston Villa, 3-1. Læknar gáfu Beattie grænt ljós á að fara á fulla ferð á nýjan leik í dag. "Hann var hristur duglega til en er ekki meiddur," sagði Ian Ross, talsmaður Everton. "Hann gaf sig á tal við lögregluna en mun ekki kæra atvikið." Beattie var vikið af leikvelli í leiknum gegn Villa en leikur á ný með Everton í nágrannaslag gegn Liverpool 20. mars næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×