Sport

Keegan hrósar Fowler

Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði Robbie Fowler í hástert fyrir endurkomu sína í gær eftir sigurleik gegn Norwich á útivelli, 3-2. Fowler skoraði tvennu í leiknum og komst yfir 150 marka múrinn. "Hann er toppleikmaður í mínum huga og veit hvar netið er," sagði Keegan. "Hann hefur þurft að leggja heljarinnar býsn á sig til að komast aftur á þann stað þar sem hann er núna," bætti Keegan við en Fowler var í vandræðum með líkamlegt form fyrri part tímabils og datt út úr byrjunarliðinu. Fowler er nú þriðji markahæsti maður deildarinnar með 151 mark á eftir Alan Shearer (250 mörk) og Andy Cole (173 mörk).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×