Lífið

Ærnar fengu loks sitt

Fjárbændur í Suðurey í Vestmannaeyjum komu loks hrútnum Óla Tý út í eyna um helgina en sjólag hefur verið erfitt við eyna alveg síðan í upphafi fengitíma snemma í desember. Þeir fóru á gúmmíbáti með hrútinn og gekk landtakan vel. Tuttugu og fimm ær biðu þess að fá fang í eynni og nú eru horfur á að sauðburður verði þar í vor eins og venjulega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.