Erlent

Ofurhugi lést í mótorhjólastökki

Ætlunin var að stökkva yfir 22 rútur sem lagt hafði verið þversum hlið við hlið en mótorhjól hans lenti á þrettándu rútunni. Javad Palizbanian, sem var 44 ára gamall, lést samstundis. Írönsk sjónvarpstöð var með beina útsendingu frá atburðinum en rauf útsendingu um leið og slysið varð. Aðeins nokkrum mínútum áður hafði Palizbanian sagt við hundruð áhorfenda: "Ég ætla að slá heimsmetið og gera nokkuð sem sem landar mínir geta verið stoltir af."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×