Boris í góðum anda 27. ágúst 2005 00:01 Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði. Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði.
Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira