Innlent

Geitungar á sveimi

Geitungar hafa verið á sveimi á höfuðborgarsvæðinu og er geitungabú víða að finna. Ástandið er þó aðeins svipur hjá þeirri sjón sem blasti við fyrir tveimur árum.Það er ekki fyrir hvern sem er að ráðast til atlögu þegar geitungabúin eru annars vegar. Þessi hvimleiðu skordýr geta verið árásargjörn og það er ekki gott að vera stunginn af þeim. Talið var að stofninn væri nánast hruninn og að lítið færi fyrir honum í sumar. En að undanförnu hefur geitunga orðið vart á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru meindýraeyðar klárir í slaginn, enda með réttu tækin og efnin til þess að eyða geitungabúunum. Þór Þorsteinsson meindýraeyðir segir að það sé alltaf eitthvað um bú en þó séu þau færri en áður. Hann segir líka að það fari eftir aðstæðum hverju sinni hvernig best sé að eyða geitungabúunum. Hann segir líka að sumarið í sumar einkennist af því að lítið sé um geitunga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×