Innlent

Verðstríð enn í gangi

Hægt er að ganga út með tvo fulla innkaupapoka á verði eins eftir því hvar fólk verslar í matinn. Verðmunur á einstökum vörutegundum milli matvöruverslana getur numið meira en þúsund prósentum.  Þetta kemur fram í könnun sem verðlagseftirlits ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag. Yfir 100 prósetna munur var hæsta og lægsta verði á 25 af þeim 43 vörutegundum sem kannaðar voru. Minnsti verðmunurinn var tæp 30 prósent. Í könnuninni var Bónus í Holtagörðum oftast með lægsta verðið og næst kom Krónan Bíldshöfða. Hæsta verðið var hinsvegar oftast í verslun 10-11 í Grímsbæ og næst oftast var hæsta verðið í Ellefu-ellefu á Laugavegi. Af einstökum vörutegundum má taka dæmi um 750 gramma pakkningu af Kelloggs Special morgunkorni. Hún kostaði 489 krónur í versluninni Gripið og greitt í Skútuvogi, en 73 krónur í Bónus í Holtagörðum. Í Bónus var því hægt að kaupa sex pakka fyrir minni upphæð en greitt var fyrir einn pakka í Gripið og greitt. Mest sláandi munurinn var þó á pylsubrauðum frá Myllunni. Pakkinn kostaði 12 krónur í Krónunni á Bíldshöfða, en 139 krónur í 10-11 í Grímsbæ. Það mátti því fá ellefu pylsubrauðapakka í Krónunni á sama verði og einn í 10-11. Þeir kaupmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu slíkan verðmun sýna glögglega hversu óeðlielgt ástand sé á matvörumarkaði vegna verðstríðs lágvöruverslana, sem víluðu ekki fyrir sér að greiða með einstaka vörutegundum og seldu þær langt undir heildsöluverði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×