Erlent

Stúlka lést eftir hákarlaárás

Fjórtán ára gömul stúlka lést þegar hákarl réðst á hana undan ströndum Flórída í dag. Stúlkan var komin nokkuð langt út en hún var að renna sér á brimbretti. Karlmaður sem kom með hana að landi segist hafa fundið stúlkuna á floti í sjónum eftir að hafa heyrt skerandi öskur stuttu áður. Þegar hann hafi svo byrjað að synda í land með stúlkuna hafi hákarlinn komið aftur og gert sig líklegan til að gera árás. Maðurinn segist þá hafa slegið hann á trýnið og hákarlinn hörfað í kjölfarið. Stúlkan er sögð hafa látist skömmu eftir að komið var með hana að landi vegna gríðarlegs blóðmissis. Tólf manns urðu fyrir hákarlaárás undan ströndum Flórída á síðasta ári. Enginn hafði hins vegar látist vegna slíkrar árásar síðan 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×