Fá ekki lán á landsbyggðinni 21. október 2005 00:01 "Íslenski bankinn neitaði okkur um lán því að verksmiðjan á að rísa á landsbyggðinni," segir Michael Ryan, framkvæmdastjóri írska fyrirtækisins Marigot, sem reisa mun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal ásamt sanddælingarfyrirtækinu Björgun.„Það hefði verið auðsótt mál að fá lánið hefði verksmiðjan átt að rísa í Reykjavík," bætir hann við. Fyrirtækið á stóran hlut í tólf fyrir-tækjum víða um heim og hefur á 35 ára sögu sinni komið á fjórða tug fyrirtækja á kopp með góðum árangri að sögn Ryans. „Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem okkur er hafnað um lán vegna verksmiðju sem við hyggjumst byggja," útskýrir hann. „Frami fyrir bankanum erum við landsbyggðarfólkið klárlega annars flokks," segir Bílddælingurinn Jens Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóri fiskvinnslunar Bílddælings. „Heimamenn hafa ekki nokkur tök á því að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut; þeir geta ekki einu sinni endurfjármagnað eldri lán sín og eru þess vegna að borga sextán til átján prósenta vexti meðan fólkið fyrir sunnan er kannski að borga fjögur prósent. Enda sjáum við í hvað stefnir hér í Arnarfirði; stóreignamenn úr Reykjavík eiga hér skeiðvöll og eignir upp á nokkur hundruð milljónir en á meðan fá heimamenn ekki einu sinni lán til að lappa upp á húsin sín, hvað þá fimmtíu milljónir til að reka fiskvinnslu," segir Jens. Þrátt fyrir bakslagið vegna höfnunar bankans hefur verið ákveðið að reisa verksmiðjuna á Bíldudal. „Okkur hefur tekist að fjármagna þetta eftir öðrum leiðum. Öll tæki og tól eru tilbúin svo ég á von á því að stofnsamningur verði undirritaður innan hálfs mánaðar," segir Ryan. Hvorki Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar, né Ryan vilja láta uppi um hvaða banka ræðir en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að það sé Landsbanki Íslands. Sigurður segir að innan fárra vikna verði hafist handa við að reisa verksmiðjuna og ætti framleiðsla að geta hafist snemma næsta vor. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
"Íslenski bankinn neitaði okkur um lán því að verksmiðjan á að rísa á landsbyggðinni," segir Michael Ryan, framkvæmdastjóri írska fyrirtækisins Marigot, sem reisa mun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal ásamt sanddælingarfyrirtækinu Björgun.„Það hefði verið auðsótt mál að fá lánið hefði verksmiðjan átt að rísa í Reykjavík," bætir hann við. Fyrirtækið á stóran hlut í tólf fyrir-tækjum víða um heim og hefur á 35 ára sögu sinni komið á fjórða tug fyrirtækja á kopp með góðum árangri að sögn Ryans. „Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem okkur er hafnað um lán vegna verksmiðju sem við hyggjumst byggja," útskýrir hann. „Frami fyrir bankanum erum við landsbyggðarfólkið klárlega annars flokks," segir Bílddælingurinn Jens Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóri fiskvinnslunar Bílddælings. „Heimamenn hafa ekki nokkur tök á því að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut; þeir geta ekki einu sinni endurfjármagnað eldri lán sín og eru þess vegna að borga sextán til átján prósenta vexti meðan fólkið fyrir sunnan er kannski að borga fjögur prósent. Enda sjáum við í hvað stefnir hér í Arnarfirði; stóreignamenn úr Reykjavík eiga hér skeiðvöll og eignir upp á nokkur hundruð milljónir en á meðan fá heimamenn ekki einu sinni lán til að lappa upp á húsin sín, hvað þá fimmtíu milljónir til að reka fiskvinnslu," segir Jens. Þrátt fyrir bakslagið vegna höfnunar bankans hefur verið ákveðið að reisa verksmiðjuna á Bíldudal. „Okkur hefur tekist að fjármagna þetta eftir öðrum leiðum. Öll tæki og tól eru tilbúin svo ég á von á því að stofnsamningur verði undirritaður innan hálfs mánaðar," segir Ryan. Hvorki Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar, né Ryan vilja láta uppi um hvaða banka ræðir en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að það sé Landsbanki Íslands. Sigurður segir að innan fárra vikna verði hafist handa við að reisa verksmiðjuna og ætti framleiðsla að geta hafist snemma næsta vor.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira