Misjafnlega vel gert við kúnnana 21. október 2005 00:01 Bankar hér á landi verja tugum milljóna króna í ýmiss konar boðsferðir fyrir viðskiptavini sína. Það eru þó aðeins fáir útvaldir sem komast á boðslistann - hinir fá dagatal. Tilgangur þessara ferða getur snúist um að kynna starfsemi bankanna erlendist en aðrar eru farnar svo bankastarfsmenn geti kynnast og bundist kúnnunum. Boðið hefur verið í Formúlu ferðir, golfferðir, fótboltaferðir og laxveiðiferðir eru algengar. Bankarnir eru reyndar með laxveiðiár á leigu stóran hluta sumars. Á tíma sem áður var bara fyrir útlendinga vegna kostaðarins. Þessar ferðir eru þó ekki fyrir hvern sem er þótt flest borgum við vexti af yfirdráttarlánum og íbúða- og bifreiðalánum. Við slíkt fólk, sem telur sig kannski ekki hafa komist í boðsferð vegna mistaka þjónustufulltrúa, er eingöngu hægt að segja: Haltu áfram að láta þig dreyma. Á boðslistanum eru á milli 300 og 400 manns eða þeir sem flokkast undir stóra og mikilvæga viðskiptavini. Bankamenn segja ferðirnar, sem færst hafa í aukana, koma til vegna milljandi samkeppni þeirra á milli. Þær eiga nefnilega að koma í veg fyrir að kúnnarnir fari ekki annað með sín viðskipti og þykja eðlilegar í rekstrarlegu tilliti, þótt bankarnir séu nú almenningshlutafélög. Að sögn þeirra sem tilheyra þessum forréttindahópi er ekki verið að tala um eina og eina boðferð. Boðin berast allt árið um kring. Mismunandi deildir innan bankanna hafa til dæmis boðið í mismunandi ferðir á svipuðum tíma. Svo mikið er lagt í því að minda góð tengsl við sína kúnna, að boðsferðirnar eru orðnar það margar að viðskiptavinirnir dýrmætu geta einfaldlega ekki þegið þær allar. Nýverið var til dæmis um nokkrum bestu viðskipavinum Landsbankans boðið til Lúxembúrgar, um fjögur hundruð manns. Þotur voru teknar á leigu til að ferja mannskapinn, sem ætla má að hafi kostað um tíu milljónir, og það var bara til að koma fólkinu til og frá staða. Þetta var boðsferð með stóru B-i. Hún hófst með móttöu þar sem boðið var upp á fyrsta flokks mat og drykk og að stjálfsögðu var hótelgistingin upp á fimm stjörnur. Í miðborginni mátti svo sjá fólk standa með spjöld, merktum Landsbankanum, sem vísuðu á veitingastaði þar sem gestirnir gátu hvílt lúin bein og snætt í boði bankans. Dansleikur var svo haldinn í Victor Hugo veislusalnum þar sem Milljónamæringarnir léku. En ekki hvað? Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Sjá meira
Bankar hér á landi verja tugum milljóna króna í ýmiss konar boðsferðir fyrir viðskiptavini sína. Það eru þó aðeins fáir útvaldir sem komast á boðslistann - hinir fá dagatal. Tilgangur þessara ferða getur snúist um að kynna starfsemi bankanna erlendist en aðrar eru farnar svo bankastarfsmenn geti kynnast og bundist kúnnunum. Boðið hefur verið í Formúlu ferðir, golfferðir, fótboltaferðir og laxveiðiferðir eru algengar. Bankarnir eru reyndar með laxveiðiár á leigu stóran hluta sumars. Á tíma sem áður var bara fyrir útlendinga vegna kostaðarins. Þessar ferðir eru þó ekki fyrir hvern sem er þótt flest borgum við vexti af yfirdráttarlánum og íbúða- og bifreiðalánum. Við slíkt fólk, sem telur sig kannski ekki hafa komist í boðsferð vegna mistaka þjónustufulltrúa, er eingöngu hægt að segja: Haltu áfram að láta þig dreyma. Á boðslistanum eru á milli 300 og 400 manns eða þeir sem flokkast undir stóra og mikilvæga viðskiptavini. Bankamenn segja ferðirnar, sem færst hafa í aukana, koma til vegna milljandi samkeppni þeirra á milli. Þær eiga nefnilega að koma í veg fyrir að kúnnarnir fari ekki annað með sín viðskipti og þykja eðlilegar í rekstrarlegu tilliti, þótt bankarnir séu nú almenningshlutafélög. Að sögn þeirra sem tilheyra þessum forréttindahópi er ekki verið að tala um eina og eina boðferð. Boðin berast allt árið um kring. Mismunandi deildir innan bankanna hafa til dæmis boðið í mismunandi ferðir á svipuðum tíma. Svo mikið er lagt í því að minda góð tengsl við sína kúnna, að boðsferðirnar eru orðnar það margar að viðskiptavinirnir dýrmætu geta einfaldlega ekki þegið þær allar. Nýverið var til dæmis um nokkrum bestu viðskipavinum Landsbankans boðið til Lúxembúrgar, um fjögur hundruð manns. Þotur voru teknar á leigu til að ferja mannskapinn, sem ætla má að hafi kostað um tíu milljónir, og það var bara til að koma fólkinu til og frá staða. Þetta var boðsferð með stóru B-i. Hún hófst með móttöu þar sem boðið var upp á fyrsta flokks mat og drykk og að stjálfsögðu var hótelgistingin upp á fimm stjörnur. Í miðborginni mátti svo sjá fólk standa með spjöld, merktum Landsbankanum, sem vísuðu á veitingastaði þar sem gestirnir gátu hvílt lúin bein og snætt í boði bankans. Dansleikur var svo haldinn í Victor Hugo veislusalnum þar sem Milljónamæringarnir léku. En ekki hvað?
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Sjá meira