Erlent

Skýrsla um morðið á Hariri

Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Er þetta í fyrsta sinn sem opinberlega er fullyrt að sýrlensk stjórnvöld hafi verið viðriðin morðið. Hariri var ráðinn af dögum með bílsprengju 14. febrúar en tuttugu aðrir féllu í árásinni. Skýrsla um málið verður til umræðu í öryggisráðinu á þriðjudaginn og verður þá ákveðið hvort Sýrlendingar verði beittir viðurlögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×