Lyf með kódíni úr lausasölu 22. september 2005 00:01 Parkódín og önnur lyf með kódíni verða tekin úr lausasölu eftir rúma viku eða þann 1.október. Læknar og lyfjaverslanir hafa fæstar verið látnar vita hvað dag bannið tekur gildi. Það hefur verið í umræðunni um nokkurt skeið að taka lyf eins og parkódín, parkódínstíla og íbúkót úr lausasölu þar sem þau innihalda efnið kódín. Kódín er ávanabindandi og vegna þess hefur aðeins verið leyfilegt að selja eina pakkningu af parkódíni í einu en í henni eru tíu töflur. Lyf eins og parkódín sem nú fæst í lausasölu í takmörkuðu magni er eftirlitsskylt ef heildarmagn kódíns í pakkningunni fer yfir eitt gramm en í hverri parkódíntöflu eru 10 millígrömm. Jón Þórðarson, lyfjafræðingur í Lyfjum og heilsu í Mjóddinni, segist ekki hafa fengið neina tilkynningu frá Lyfjastofnun um hvenær nákvæmlega eigi að hætta lausasölu parkódíns. Hann telur bannið geta skipt fjárhagslegu máli fyrir apótekin en það eigi eftir að koma betur í ljós, hugsanlega og líklega geti stór hluti sölunnar færst yfir á önnur verkjalyf. Aðspurður hvort það skipti engu máli þótt apótekin fái tilkynningu um að hætta sölu parkódíns með nokkurra daga fyrirvara segir Jón að verið sé að reyna að stýra lagerhaldi í búðunum og því skipti það auðvitað máli. Ef fyrirvarinn verði stuttur segi það sig sjálft að apótekin þurfi að fá hjálp frá heildsölum að losna við lagerinn. Nokkur fjöldi fólks hefur fíkn í kódín sem er stór ástæða þess að banna á lausasölu lyfsins. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fyrir fólk almennt sé það ekki heilsusamlegt að taka of mikið af slíkum lyfjunum og með lausasölunni hafi neysla efnanna aukist verulega. Margir glímir við vanda án þess að talað sé um kódínfíkn en hún hafi þó látið á sér kræla. Um 70 manns komi á Vog ár hvert vegna kódínfíknar. Kódínfíkill hefur vímusókn í kódín auk þess sem hann glímir við félagslegan vanda vegna neyslu sinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Parkódín og önnur lyf með kódíni verða tekin úr lausasölu eftir rúma viku eða þann 1.október. Læknar og lyfjaverslanir hafa fæstar verið látnar vita hvað dag bannið tekur gildi. Það hefur verið í umræðunni um nokkurt skeið að taka lyf eins og parkódín, parkódínstíla og íbúkót úr lausasölu þar sem þau innihalda efnið kódín. Kódín er ávanabindandi og vegna þess hefur aðeins verið leyfilegt að selja eina pakkningu af parkódíni í einu en í henni eru tíu töflur. Lyf eins og parkódín sem nú fæst í lausasölu í takmörkuðu magni er eftirlitsskylt ef heildarmagn kódíns í pakkningunni fer yfir eitt gramm en í hverri parkódíntöflu eru 10 millígrömm. Jón Þórðarson, lyfjafræðingur í Lyfjum og heilsu í Mjóddinni, segist ekki hafa fengið neina tilkynningu frá Lyfjastofnun um hvenær nákvæmlega eigi að hætta lausasölu parkódíns. Hann telur bannið geta skipt fjárhagslegu máli fyrir apótekin en það eigi eftir að koma betur í ljós, hugsanlega og líklega geti stór hluti sölunnar færst yfir á önnur verkjalyf. Aðspurður hvort það skipti engu máli þótt apótekin fái tilkynningu um að hætta sölu parkódíns með nokkurra daga fyrirvara segir Jón að verið sé að reyna að stýra lagerhaldi í búðunum og því skipti það auðvitað máli. Ef fyrirvarinn verði stuttur segi það sig sjálft að apótekin þurfi að fá hjálp frá heildsölum að losna við lagerinn. Nokkur fjöldi fólks hefur fíkn í kódín sem er stór ástæða þess að banna á lausasölu lyfsins. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fyrir fólk almennt sé það ekki heilsusamlegt að taka of mikið af slíkum lyfjunum og með lausasölunni hafi neysla efnanna aukist verulega. Margir glímir við vanda án þess að talað sé um kódínfíkn en hún hafi þó látið á sér kræla. Um 70 manns komi á Vog ár hvert vegna kódínfíknar. Kódínfíkill hefur vímusókn í kódín auk þess sem hann glímir við félagslegan vanda vegna neyslu sinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira