Erlent

Grunur um sprengju á lestarstöðinni í Hróarskeldu

Öll umferð um lestarstöðina í Hróarskeldu í Danmörku var stöðvuð um tíma í dag vegna grunsamlegs poka sem skilinn hafði verið eftir á stöðinni. Lögregla var kölluð á vettvang vegna gruns um að sprengja leyndist í pokanum. Svo reyndist ekki vera og um hálftíma eftir tilkynninguna vitjaði eigandi pokans hans. Ekki fylgir sögunni hvað var í pokanum en lestarsamgöngur um Hróarskeldustöðina töfðust um 40 mínútur vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×